Um næturvætu

Staðreyndir og skýringar

Ef barnið þitt pissar undir kemur það þér kannski á óvart að frétta að mörg þúsund mæður og feður (og börn!) eru í sömu aðstöðu! Þú og barnið þitt eruð ekki þau einu í heiminum!

Mundu að þið eruð ekki ein um vandann

Þér finnst kannski erfitt að trúa því, eftir að hafa vakað hálfa nóttina við að skipta á rúmi barnsins. Næturvæta er samt miklu algengara vandamál en þú heldur:

  • - Að minnsta kosti 10% allra 4-15 ára barna pissa undir á einhverju aldursskeiði
  • - 70% pissa undir tvisvar eða oftar í viku
  • - 60% barnanna eru yngri en 8 ára
  • - 20% barnanna sigrast á næturvætu áður en þau verða 7 ára
  • - Um það bil 2% af 15 ára börnum pissa undir
  • - Næturvæta er algengari hjá strákum en stelpum
  • - Næturvæta getur verið arfgeng.

Vertu alltaf jákvæður og huggaðu barnið með því að það sé ekki eitt um þetta - ef þú ert öruggur í bragði styrkist sjálfsöryggi barnsins. Í skólanum er fullt af öðrum börnum sem eiga við sama vandamál að stríða. Barnið þitt þarf umfram allt stuðning og trú á að það sé ekki eitt um vandann.

Enu-hvað?

Læknisfræðilega heitið á næturvætu er enuresis (borið fram enjú-re-sis), en það er „ósjálfráð“ þvaglát eftir þann aldur sem full stjórn á þvagblöðru ætti að hafa náðst".

Barnið vex næstum örugglega upp úr næturvætu

Allt að 70% barna sigrast á næturvætu fyrir 7 ára aldur. Álagið og streitan sem fylgir því að pissa undir veldur því oft að vandamálið virðist meira en það í rauninni er. Sumum foreldrum finnst þeir knúnir að sigrast á vandanum, þótt það sé betra að sýna þolinmæði og stuðning. Barnið þitt er einstaklingur og heldur sér þurru á nóttinni með tíð og tíma. Það kann að vera nokkur huggun að vita að 98% barna hætta að pissa undir áður en þau verða 15 ára.

Tvenns konar ósjálfráð þvaglát

Algengust eru svonefnd „forstigs enuresis“ (e. primary enuresis), en það heiti nota læknar yfir barn sem aldrei hefur haldið sér þurru heila nótt. Ástæðan kann að tengjast líkamlegum þroska, af því að barnið áttar sig ekki enn á boðum um að blaðran sé full þegar það er sofandi. „Annars stigs enuresis“ (e. secondary enuresis) er það kallað þegar barnið fer að pissa undir eftir að hafa haldið sér þurru í langan tíma og kann að stafa af tilfinningalegum ástæðum, t.d. við upphaf skólagöngu eða vegna vandamála innan fjölskyldunnar. Stundum er aftur á móti ekki hægt að finna neina skýringu.

Algengara hjá drengjum en telpum

Þó að það sé engin sérstök „gerð“ af börnum sem hættir fremur til næturvætu en öðrum, er hún algengari hjá drengjum en telpum. Sérfræðingar kunna enga einhlíta skýringu á því, en rannsóknir benda til að telpur nái fyrr stjórn á blöðrunni en drengir. Um 60% tilvikanna koma fyrir hjá drengjum og því er DryNites® sérstaklega hannað og lagað að þörfum bæði drengja og telpna.

Get Adobe Flash player