Um næturvætu

Sannleikurinn

SÖGUSÖGN: Næturvæta er uppeldisvandamál

SANNLEIKUR: Næturvæta er ekki uppeldis- eða hegðunarvandamál. Börn pissa ekki viljandi í rúmið. Það er hvorki þeim né foreldrunum að kenna, það gerist bara.

SÖGUSÖGN: Þetta er alvarlegt vandamál

SANNLEIKUR: Mörg börn pissa í rúmið. Oft er orsökin sú að blaðran hefur bara ekki stækkað eins hratt og aðrir líkamshlutar. Það eru margar ástæður fyrir því að börn pissi undir. Það er ástæðulaust að hafa áhyggjur af flestum þeirra.

SÖGUSÖGN: Næturvæta er ólæknandi

SANNLEIKUR: Það er mikilvægt að komast að því hvað veldur næturvætunni. Það er líka mikilvægt að notfæra sér þau hjálpargögn sem eru sérstaklega ætluð börnum. Ef barnið framleiðir ekki nóg af þvagtemprandi hormóni á nóttinni getur það fengið hormónagjöf í pilluformi eða sem nefúða. Blöðruna er hægt að þjálfa til að rúma þvagið sem myndast á nóttinni. Auk þess er hægt að nota hringibúnað sem vekur barnið þegar það pissar í rúmið. Þannig lærir barnið að koma boðum á milli blöðru og heila svo að þvaglátsboðin raskist ekki á meðan barnið sefur. Ennfremur gæti barnið þurft einhvers konar sambland af ofangreindum aðferðum. DryNites® náttbuxurnar eru góð viðbót við meðferðina og tryggja jákvæða hringrás þar sem barnið nær að sofa vel og öðlast sjálftraust.

SÖGUSÖGN: Þetta er foreldrunum að kenna

SANNLEIKUR: Næturvæta er engum að kenna. Orsakir og ástæður eru margar en foreldrar eða börn ráða við fæstar þeirra.

SÖGUSÖGN: Ekki gefa barninu neitt að drekka eftir kl. 16

SANNLEIKUR: Þetta ráð gæti gert illt verra, af því að takmarkanir á neyslu vökva gætu valdið ofþornun og óþynntu þvagi sem gæti svo aftur valdið ertingu á blöðrunni. Sjáðu til þess að barnið þitt fái nóg að drekka á daginn svo að þvagblaðran komi sér líka upp góðu mynstri. Það gæti hugsanlega hjálpað eitthvað að draga úr vökvaneyslu síðustu klukkutímana áður en barnið fer í háttinn, en þú mátt aldrei neita að gefa þyrstu barni að drekka.

SÖGUSÖGN: Hjálpaðu barninu þínu á klósettið um nóttina

SANNLEIKUR: Flestir foreldrar reyna þessa aðferð fyrr eða síðar, af því að það virðist augljóst að þannig megi stöðva eða að minnsta kosti stjórna næturvætu. Með þessu móti er barnið aftur á móti fullvissað um að því sé óhætt að pissa á meðan það sefur. Slíkt gæti aukið næturvætuna af því að þá bregst barnið ekki við boðum frá heilanum um að blaðran sé full og heldur því áfram að sofa.

SÖGUSÖGN: Notkun á DryNites® dregur næturvætuvandann á langinn

SANNLEIKUR: Ekkert bendir til þess að notkun á rakadrægum náttbuxum dragi vandann á langinn eða tefji fyrir lausnum. DryNites® læknar ekki næturvætuvanda barnsins þíns en getur hjálpað bæði því og þér að taka á honum svo lítið beri á og aukið þannig sjálfsöryggið.

Get Adobe Flash player