Vörulýsing

Góð nótt hefst með DryNites®

Rakadrægu DryNites® nærfötin eru lítið áberandi vörn gegn næturvætu. Þau sjá til þess að rúmföt og náttföt barnsins þíns haldist hrein og þurr og barnið sefur ekki bara betur heldur eykst líka sjálfsöryggi þess þegar það fer að sofa og vaknar á morgnana.

DryNites® líta út eins og nærföt og eru lítið áberandi, svo að barninu verður rórra og þorir jafnvel að gista hjá vinum sínum.

DryNites® náttbuxur

DryNites® eru hannaðar sem rakadræg og lítið áberandi vörn fyrir eldri börn og hægt að fá þær bæði handa stelpum og strákum. Í náttbuxunum eru hlífðarfletir sem eru sérstaklega miðaðir við þarfir drengja eða telpna. Það þýðir að DryNites® veita vörn nákvæmlega þar sem hennar er þörf.

DryNites® náttbuxur:

- hafa þunnan, rakadrægan kjarna sem beinir rakanum frá húðinni.

- halda fötum og rúmfötum þurrum, af því að rakinn kemst ekki í gegn.

- líta út og eru eins viðkomu og venjuleg nærföt

- eru með lekahlíf sem ver barnið alla nóttina.

- eru með teygjuefni í hliðum og falla því vel að líkamanum.

Stærðir

DryNites®:

  • 4-7 ára, 17-30 kg
  • 8-15 ára, 27-57 kg

BedMats undirlök

Einnota undirlökin eru afar rakadræg og halda dýnunni þurri ef óhöpp verða. Þau koma að góðum notum gegn næturvætu enda eru þau rakadræg og sérstaklega hönnuð til að hlífa rúminu svo lítið beri á.

Undirlakið er lagt þversum á dýnuna og venjulegt lak breitt yfir það. Það getur dregið í sig allt að 900 ml. vökva. Undirlakið er mjúkt að ofan og vatnshelt að neðan.

DryNites® BedMats undirlök má nota á margvíslegan hátt:

- Fyrir eldri börn sem væta rúmið

- Sem auka-undirlak fyrir bleyjubörn

- Í ferðarúmið í fríinu og í heimsóknum

- Þegar börn eru vanin á koppinn

- Sem vörn gegn ósjálfráðum þvaglátum fullorðinna

- Við tíðablæðingar

Get Adobe Flash player