Persónuverndarstefna

Þessi vefur er í eigu Kimberly-Clark Corporation og rekinn af fyrirtækinu. Við hjá Kimberly-Clark skiljum áhyggurnar sem margir gestir á vefnum kunna að hafa um hvernig við förum með þær upplýsingar sem okkur eru látnar í té. Til að sefa þær áhyggjur höfum við því ákvarðað stefnu um vernd á persónulegum upplýsingum. Við kunnum að uppfæra stefnuna stöku sinnum. Kynntu þér hana því reglulega.

Stefna okkar
Á vefnum okkar söfnum við ekki upplýsingum sem gætu leitt til þess að einstaklingar þekkist eða um gesti á vefnum, nema þeir láti okkur upplýsingarnar í té af frjálsum vilja og meðvitað. Það þýðir að þú þarft ekki að skrá þig til að geta skoðað vefsvæðið. Ef þú gerir hins vegar sérstakt samkomulag og veitir okkur upplýsingar sem segja hver þú sért, t.d. með því að skrá þig á póstlista okkar, kann að vera að við höfum stöku sinnum samband við þig. Við afhendum öðrum markaðssetningarfyrirtækjum ekki persónuupplýsingar um þig nema þú hafir gefið samþykki um það. Á vefnum okkar er sumstaðar virkni sem krefst skráningar. Ef þú skráir þig þar munum við eingöngu nota persónulegu upplýsingarnar sem við fáum til að veita þér þær upplýsingar eða þjónustu sem þú óskar eftir. Á hinn bóginn getur komið til þess vegna fjölda beiðna sem okkur berast að við séum tilneydd að láta fyrirtæki eða aðila sem dreifir vörunum okkar fá nafn þitt, netfang og heimilisfang. Þeir senda þér þá á okkar vegum þær upplýsingar eða vörur sem þú hefur lýst áhuga á. Stundum eru upplýsingar um getraunir eða annað söluhvetjandi átak á okkar vegum á vefnum og i sumum tilvikum tökum við þá við rafrænum upplýsingum um þig. Þegar svo ber við notum við upplýsingarnar sem þú gefur upp í tengslum við markaðsátakið (t.d. til að hafa samband við þig ef þú vinnur).

Börn
Ef þú ert tólf (12) ára eða yngri þarftu að spyrja foreldra þína hvort það sé í lagi að þú gefir okkur upp nafn, heimilisfang eða netfang.

Dúsur/Cookies
Eins og mörg önnur fyrirtæki notum við stundum "dúsutækni" eða "cookies" á vefsvæðinu okkar. Vafrinn geymir dúsurnar á tölvunni þinni. Þegar þú skráir þig inn segir dúsan frá því hvort þú hafir heimsótt vefinn áður eða sért að koma í fyrsta sinn. Dúsan hefur ekki að geyma persónulegar upplýsingar um þig eða aðferðir til að við getum haft samband við þig síðar og hún sækir ekki upplýsingar úr tölvunni þinni. Við notum dúsuna til að sjá á hvaða hlutum vefsvæðisins þú hefur mestan áhuga svo að við getum veitt þér fleiri upplýsingar um það sem þú vilt vita.

Ef þú vilt losna við dúsur úr tölvunni þinni skaltu smella á þessa krækju: www.microsoft.com/info/cookies.htm

Þú gætir haft gagn af því að skoða hjálparskrár vafrans, sem er oftast að finna á verkfærastikunni efst á skjánum.

Hafðu samband
Ef þú vilt spyrja frekar um stefnu okkar um vernd á persónuupplýsingum geturðu haft samband við neytendaþjónustudeild okkar í síma:

(+45) 44 36 06 06

kundeservice-dk@kcc.com

Þú hefur rétt á að biðja um afrit af þeim persónulegu upplýsingum sem við höfum um þig. Þú hefur líka rétt á að segja okkur hvenær sem er að leiðrétta eða uppfæra persónuupplýsingar þínar eða biðja okkur að fjarlægja þær úr skrám okkar.