Öruggar nætur

Meðferðarúrræði

Tími og þolinmæði eru yfirleitt besta aðferðin til að barn vaxi upp úr því að pissa undir. Þótt engin lækning sé til, er hægt að beita ýmsum aðferðum til að draga úr vandamálinu svo að það angri börnin ekki eins mikið. Börn eru auðvitað mjög ólík og læknirinn getur hjálpað þér að finna aðferðina sem hentar best barninu þínu. Hér á eftir er bent á nokkur úrræði sem gætu hjálpað barninu þínu.

DryNites® náttbuxur

Barnið þitt getur notað DryNites® náttbuxurnar jafnhliða einhverri af aðferðunum sem nefndar eru hér á eftir. DryNites® gefa barninu kost á að halda sér þurru, líða vel og njóta öryggis alla nóttina. DryNites® eru rakadrægar buxur, sérstaklega framleiddar handa börnum og hannaðar bæði fyrir stráka og stelpur. Það er hægt að vera í þeim innan undir náttfötunum svo að þær sjáist ekki.

Svefnmeðferð

Hægt er að kaupa alls konar næturvætuviðvörunarkerfi. Kerfin virka þannig að þau gefa frá sér hljóð þegar þvaglát verða. Kerfið vekur barnið og minnir það á að fara á klósettið. Á endanum verður barnið næmara fyrir boðum og bregst fljótt og rétt við fullri þvagblöðru á meðan það sefur. Það eru til tvenns konar viðvörunarkerfi, "rúmkerfi" með skynjara undir lakinu sem vekur barnið og "kerfi fyrir líkamann" þar sem skynjaranum er komið fyrir í nærfötunum.

Læknismeðferð

Ef barnið framleiðir ekki nóg af þvagtemprandi hórmónum getur læknirinn skrifað upp á sogtöflur sem gætu hjálpað því. Pantaðu tíma hjá lækninum til að ræða betur við hann um meðferðarúrræði.

Blaðran þjálfuð

Ef blaðran rúmar of lítið þvag miðað við þvagmyndun á nóttinni er hægt að þjálfa hana til þess.

Fáðu alltaf ráð hjá heimilislækninum, sama hvaða meðferð þú telur líklega til árangurs.

Get Adobe Flash player