Um næturvætu

Hvers vegna gerist það?

Til að skilja betur hvað veldur næturvætu er gott að vita dálítið um starfsemi nýrna og þvagblöðru.

AFTUR Í SKÓLASTOFUNA

Svona starfar líkaminn

Nýrun sía allt blóð sem streymir um líkamann. Sumir vökvar og næringarefni ganga aftur inn í blóðið en annar vökvi og úrgangsefni verða að þvagi.

Þvagið fer um þvagleiðarana niður í þvagblöðru, sem er teygjanlegur vöðvasekkur (eins og gúmmíblaðra) og gegnir tveimur hlutverkum. Annars vegar geymir hún þvagið en hins vegar tæmir hún þvagið út í gegnum þvagrásina.

Diagram of Kidney

Á nóttinni

Á nóttinni framleiðir heiladingullinn þvagtemprandi hormón (ADH) sem segir nýrunum að draga úr þvagmyndun. Eins og áður var nefnt er framleiðsla hormónsins ekki nægilega mikil hjá sumum börnum. Það þýðir að nýrun halda áfram að mynda þvag á sama hraða og á daginn, sem gæti verið ein af skýringunum fyrir því að börnin pissa undir.

Ástæðan gæti líka verið sú að heilinn bregst ekki við boðum frá þvagblöðrunni eða að börnin sofi mjög fast. Hver sem skýringin kann að vera skynjar barnið ekki að blaðran sé full, vaknar því ekki og hefur ómeðvituð og óviljandi þvaglát.

Það er mikilvægt að muna að næturvæta er þroskaskeið sem flest börn vaxa upp úr.

Get Adobe Flash player