Öruggar nætur

Hvað geturðu gert?

Margir foreldrar glíma við sama vandamál og þú.
Flest börn vaxa upp úr næturvætu með tímanum en þú getur gert margt til að hjálpa barninu þínu. Það er ástæðulaust að bíða eftir því að barnið vaxi upp úr þessu. Það er nefnilega hvorki þægilegt né nauðsynlegt að vakna í blautu rúmi.
Ef þú hefur áhyggjur af því að barnið pissi undir, ættirðu að tala við heimilislækninn. Læknirinn getur veitt góð ráð og stuðning og bent á réttu meðferðina.

Skildu tilfinningar barnsins þíns

Skömmusta, minnimáttarkennd og sú tilfinning að vera einangraður frá öðrum er algeng og oft finnst barninu að það sé eina barnið í heiminum sem á við þetta vandamál að stríða. Það reynir að leyna því, neitar að það pissi undir ef fjölskylda eða vinir spyrja og forðast að gista nokkurs staðar næturlangt. Ef þú sýnir barninu þínu að þú skilur hvað er að angra það geturðu hjálpað því að losna við sektarkenndina og óöryggið.

Talið um það

Þú getur treyst því að barnið þitt hættir fyrr eða síðar að pissa í rúmið. Ef þú skilur orsakirnar fyrir næturvætu getur það hjálpað þér og barninu þínu í glímunni við vandann. Sýndu tilfinningum barnsins skilning, hlustaðu á það og reyndu að skilja áhyggjur þess. Segðu barninu þínu það sem þú veist. Því léttir við að heyra þig tala opinskátt um næturvætu.

Hughreystu barnið

Það getur haft mikil áhrif á barn að pissa undir og stundum verður sjálfsálit barna lítið. Það gerir gæfumuninn ef barnið fær að vita að þetta er ekki því að kenna og að þú stendur með því. Þú getur hughreyst barnið þitt með því að bægja burt neikvæðum tilfinningum og aukið sjálfsöryggi þess - ekki síst á aldursskeiði þegar það skiptir miklu máli fyrir þroska barnsins að bjarga sér sjálft. Næturvæta er ekki sjaldgæft vandamál og stuðningur foreldra getur gert gæfumuninn fyrir barnið í baráttunni við að sigrast á vandamálinu.

Taktu jákvæð skref

Barninu þarf að finnast að næturvæta sé ekki sérlega mikið vandamál og að hún sé hluti af því að vaxa úr grasi. Ef hún veldur samt lágu sjálfsmati og hefur áhrif á aðra þætti í lífi barnsins skiptir miklu máli að ræða vandann opinskátt. Vertu alltaf bjartsýnn, af því að sjálfsöryggi barnsins eykst við það. Þú getur róað barnið með því að segja því oft að mörg önnur börn glími við sama vandamál.
Það skiptir miklu máli að barnið skilji að þú ert ekki reiður. Ef barnið heldur að þú sért reiður gæti vandamálið versnað. Þá gæti barnið farið að leyna þig því að það pissar undir. Slíkt gæti aftur aukið áhyggjur þínar og vítahringurinn heldur áfram. Reyndu að taka tillit til tilfinninga barnsins, hlustaðu á það og reyndu að skilja áhyggjur þess.

Góð úrræði

Allir foreldrar taka á vandanum á sinn hátt. Sumir reyna að leiða vandamálið hjá sér og vona að barnið vaxi upp út þessu en aðrir reiðast og refsa barninu, sem getur gert illt verra til lengri tíma litið. Þú hjálpar barninu best með því að styðja það og hrósa því fyrir viðleitni til að pissa ekki undir.

Nokkrar ábendingarr

  • - Ef þú notar verðlaunakerfi þarftu að hafa í huga að fyrst í stað er langt á milli þurra nótta. Ef barnið fær sjaldan verðlaun missir það kjarkinn, aðfeðin hefur neikvæð áhrif á viðleitni þess og útkoman verður ekki góð.
  • - Verðlaunin eiga að vera lítil og eitthvað sem barnið kann að meta.
  • - Komið ykkur saman um ákveðin markmið og ákjósanlega hegðun, t.d. að barnið setji blaut rúmföt og flíkur á fyrirfram ákveðinn stað eða hjálpi til við að skipta um blaut rúmföt. Eftir það fær barnið svo verðlaun fyrir að fara eftir reglunum sem ákveðnar voru í upphafi.

Það eru miklu betri líkur á að vel takist til ef þú verðlaunar viðleitni fremur en endanlega útkomu.

Láttu barnið sjálft ráða ferðinni

Ef þú gefur barninu tækifæri til að rjúfa vítahring næturvætu finnst því kannski að það sé orðið betur sjálfbjarga. Tækifærin gætu verið að:

- Gera það að fastri venju að barnið fari á salernið áður en það fer að sofa og hvetja það til að drekka ekki of mikið rétt fyrir háttinn.

- Nota DryNites® náttbuxur sem eru mjög rakadrægar og þéttar, svo að barnið heldur sér þurru og líður vel alla nóttina.

- Næturvætuviðvörunarkerfi sem vekur barnið ef óhapp verður.

Langbesta ábendingin

Það skiptir miklu máli að börn og foreldrar kynni sér vel orsakir næturvætu og allar tíltækar aðferðir til að sigrast á henni. Samtal við heimilislækninn er góð byrjun.

Það er hægt að finna margar upplýsingar um næturvætu eða undirmigu á Netinu, t.d. á doktor.is og heilsubankinn.is. Einnig hefur verið gefinn út bæklingur sem hefur legið frammi í apótekum.

DryNites náttbuxurnar eru örugg vörn og börn sem nota þær vakna í þurru rúmi. Þær eru hannaðar til að passa vel á barnið og eru líkar venjulegum nærbuxum, svo að lítið ber á notkun þeirra.

Hafðu í huga að þessi vefur er eingöngu ætlaður til að veita upplýsingar og það má alls ekki líta á hann sem neins konar læknismeðferð eða halda að hann komi í staðinn fyrir ráð frá heimilislækninum. Hafðu reglulega samband við lækninn þinn til að fá læknisþjónustu og ráðgjöf um barnið þitt.

Get Adobe Flash player