Öruggar nætur

Háttatíminn - góðir siðir og venjur

Barnið þitt

Ef þú styður barnið þitt í glímunni við þennan vanda gefst þér líka tækifæri til að tengjast því nánar, af því að þú getur hjálpað því að búa sig í háttinn. Við höfum tínt saman fáein ráð og hugmyndir sem geta hjálpað ykkur að koma ykkur upp föstum og notalegum siðum þegar barnið á að fara að sofa.

Afslappandi bað

Bað fyrir svefninn er ekki bara gott tækifæri til að leika sér og skemmta sér heldur er það líka góð leið til að byrja að slaka á og kjörið tækifæri til að rabba við barnið þitt um ævintýri dagsins.

Ró og værð

Nudd og nærvera getur róað barn sem kvíðir kannski nóttinni. Það skiptir miklu máli að barnið sé afslappað og ánægt þegar það fer í háttinn.

Dragðu úr birtunni

Lesið sögu, syngið lag, talið saman eða eigið notalega samverustund - allt slíkt getur dreift athyglinni frá næturvætu. Láttu fara vel um barnið þitt - hafðu hálfrökkvað í herberginu.

Eldri börn

Eldri börn eru ekki eins háð háttatímum en það skiptir enn miklu máli að lesa saman eða tala um upplifanir dagsins. Notaleg samverustund getur líka verið góð fyrir barnið.

Tilbúinn í háttinn

DryNites® geta haldið rúminu þurru og tryggt að barnið þitt fái svefninn sem það þarf. Auk þess geta þær veitt barninu nógu mikið sjálfsöryggi til að þora að gista annarstaðar en heima.

Síðasta klósettferð dagsins

Minntu barnið þitt á að fara á klósettið áður en það fer að sofa. Þannig gæti verið hægt að komast hjá óhöppum og jafnframt sannfæra barnið um að þetta sé skref í rétta átt að því að geta sofið öruggt án þess að væta sig.

Enga drykki, takk

Reyndu að forðast drykkjarföng - einkum með koffíni og miklu gosi - rétt fyrir svefninn. Gættu þess samt að barnið fái alltaf nóg að drekka yfir daginn!

Jákvæðar hugsanir

Hugsaðu jákvætt. Ekki tala um óhöpp sem urðu kannski síðustu nótt. Einbeittu þér frekar að tækifærinu til að vera saman, hlæja, tala saman og slappa af fyrir svefninn.

Ef óhapp verður ...

Ef barnið er ekki í rakadrægum náttbuxum og óhapp verður um nóttina er best að hafa hrein náttföt og rúmföt við hendina til að það sé fljótlegt að skipta á rúminu. Klæddu barnið í DryNites® náttbuxur eftir óhappið, svo að því verði rórra þegar það á að fara aftur að sofa.

Rólegt umhverfi

Ef barnið þitt er miður sín eftir óhapp getur róleg tónlist skapað friðsælt andrúmsloft á meðan það skiptir um náttföt. Mundu líka að hafa hálfrökkvað í herberginu.

Góða nótt og sofðu vel

Öryggt andrúmsloft í kringum öll börn sem hafa áhyggjur af næturvætu eykur sjálfsöryggi þeirra og hjálpar þeim að hátta glöð í bragði.

Get Adobe Flash player